Dagskrá 2023

Lagadagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 13. október. 

___ 

Málstofur og rökstólar kl. 10.00 -12.00

 

 

I. Lagalegar áskoranir orkuskipta á Íslandi

Á undanförnum árum hefur verið unnið að frekari orkuskiptum á Íslandi, meðal annars vegna alþjóðlegra skuldbindinga á sviði loftslagsmála. Kjarni orkuskipta felst í að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.m.t. vatnsafli og jarðvarma. Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að Ísland verði fyrst ríkja óháð jarðefnaeldsneyti árið 2040 og jafnframt hefur verið lögfest markmið um að ná kolefnishlutleysi á sama tíma.   

Gert er ráð fyrir að heildarorkuþörf á Íslandi muni aukast á komandi áratugum. Í úttekt sem gerð var fyrir stjórnvöld árið 2022 kemur fram að til að mæta framtíðareftirspurn eftir raforku þurfi að fjölga virkjunum og auka afl núverandi virkjana. Meðal markmiða orkustefnu til ársins 2050 er að gætt verði að náttúruvernd við orkunýtingu, umhverfisáhrif virkjana verði lágmörkuð og að nýting orkuauðlinda sé sjálfbær.    

Á málstofunni verður fjallað um nokkur viðfangsefni sem tengjast beint eða óbeint auknum virkjanaframkvæmdum í þágu orkuskipta á Íslandi. Fjallað verður um stefnu Íslands í orku- og loftslagsmálum, m.t.t. alþjóðlegra skuldbindinga, og skoðað hvort löggjöf á sviði umhverfis-, orku- og auðlindamála innihaldi einhverjar augljósar fyrirstöður sem koma í veg fyrir hröð orkuskipti. Þá verður fjallað um hvort mögulegt sé að tryggja að aukin raforkuframleiðsla stuðli að orkuskiptum í þágu almannahagsmuna.

Málstofustjóri

 

  • Víðir Smári Petersen dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

 

Framsögumenn

 

  • Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.  
  • Hrafnhildur Bragadóttir LL.M., doktorsnemi og aðjúnkt við Lagadeild Háskóla Íslands.  
  • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir LL.M., doktorsnemi og lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Pallborð

  • Jóna Þórey Pétursdóttir LL.M., lögmaður hjá Rétti lögmannsstofu.
  • Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
  • Þórður Bogason lögmaður hjá Magna lögmönnum.

___  

 

 

II. Er unnt að fjötra Fenrisúlf?* - Áskoranir og tækifæri gervigreindar á ýmsum réttarsviðum

 

Gervigreind, einkum svonefnd mállíkön, hefur á skömmum tíma haslað sér völl og er viðbúið að á næstunni muni tæknin koma enn meira við sögu í störfum lögfræðinga sem annarra, bæði sem vinnutæki og viðfangsefni. Hins vegar er umræða um það sem ber að varast varðandi þessi tækni afar skammt á veg komin; t.d. um hve óáreiðanleg hún er, að óljóst er hvað ræður för í textagerð hennar og þá hættu sem er á misnotkun hennar auk álitamála um ábyrgð á textagerðinni, áhrif á þagnarskyldu, hættu á að leysi af hólmi mannlega dómgreind og þá staðreynd að réttarumhverfið er óviðbúið innreið tækninnar.  

 

Miklar áskoranir og tækifæri blasa við sem brýnt er að lögfræðingar ræði en í málstofunni verður einnig fjallað um drög að nýrri reglugerð ESB um gervigreind. 

 

Málstofustjóri með framsöguerindi

 

  • Hörður Helgi Helgason lögmaður hjá Landslögum, formaður áhugahóps um tæknirétt.

 

Framsögumenn

 

  • Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hjá LEX.  
  • Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir lögmaður hjá Lagastoð.   

 

*Fenrisúlfurinn var sonur Loka og Angurboðu, jötunn í úlfsham. Í upphafi stóð ekki mikil ógn af honum en svo var hann byrjaður að ógna sjálfum ásum sem bundu hann þá fastan. Fyrst var hann fjötraður með Læðingi og honum tókst að losa sig (sbr. máltækið að leysa úr læðingi) svo var hann fjötraður með Dróma og leysti sig úr því (að drepa úr dróma). Þá örvæntu æsir og fengu dverga til að búa til fjötur sem nefndist Gleipnir. Fenrisúlfur stendur svo bundinn í Jötunheimum til ragnaraka en mun þá losna og berjast við Óðin, sem er guð þekkingar, visku og skáldskapar, og vega hann. 

___ 

 

 

 

III. Er löggjöf á fjármálamarkaði orðin of flókin?

 

Rætt verður um hvort þær reglur sem gilda á fjármálamarkaði séu orðnar svo yfirgripsmiklar og flóknar að erfitt sé að átta sig á gildandi rétti fyrir alla hlutaðeigandi, þar á meðal eftirlitsstofnanir, eftirlitsskylda aðila og ráðgjafa þeirra. Fjallað verður um hvernig tekist hefur til við innleiðingu EES-reglna á þessu sviði. Þá verður fjallað um tengsl viðfangsefnisins við refsirétt.  

 

 

 

Málstofustjóri

 

  • Arnaldur Hjartarson héraðsdómari, aðjunkt við Lagadeild Háskóla Íslands.   

 

Framsögumaður

 

  • Andri Fannar Bergþórsson dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 

 

Panill

 

  • Birna Hlín Káradóttir yfirlögfræðingur Arion banka.
  • Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.
  • Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu fjármálamarkaðar hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
  • Ólafur Arinbjörn Sigurðsson lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu.

 

______________________________________________________________________________________________________________________________

Í hádeginu

verður boðið upp á "götugóðgæti" að hætti VOX

Sushi - súpustöðvar (einnig fyrir vegan) - Bao Buns & Sofht Taco - Station Börger í bréfi. Desertar: Ís í boxi & ís á pinna - gotterí og gúmmelaði - fullkomlega löglegur nammibar - súkkulaðimousse í krukku. 

______________________________________________________________________________________________________________________________ 

Málstofur og rökstólar kl. 13.00 -16.00

 

 

 

IV. Áskoranir í stafrænni stjórnsýslu

 

Fjallað verður um þróun og stöðu stafrænnar stjórnsýslu á Íslandi og þær áskoranir sem lögfræðingar sem starfa í stjórnsýslunni standa frammi fyrir. Þá verður fjallað um undirbúning lagasetningar, hvaða skref þarf að stíga til þess að tryggja að lagareglur virki í stafrænni stjórnsýslu og þær leiðir sem farnar hafa verið á öðrum Norðurlöndum við lagasetningu með tilliti til stafrænna lausna. 

 

Málstofustjóri

 

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari.

 

Framsögumenn

 

  • Aldís Geirdal Sverrisdóttir teymisstjóri lögfræðiþjónustu á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar.
  • Trausti Fannar Valsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Tryggvi Gunnarsson fv. umboðsmaður Alþingis.

___  

 

 

 

V. Réttarfar og fullnusta refsinga - Rökstólar

 

Á fyrri hluta málstofunnar verður rætt um fullnustu refsinga og þeirri seinni um stafrænt réttarfar.   

 

 

 

Stjórnandi

 

  • Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari.

 

a. Fullnusta refsinga: Hver eru afdrif refsidóma – og hver ættu þau að vera?  

 

Þyngd og tegund refsinga eru sígilt álitaefni í refsirétti. Ekki er hægt að slíta slík atriði úr samhengi við fullnustu refsinga en nýverið skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu sem lágt innheimtuhlutfall dómsekta var gagnrýnt. Þá hafa fjölmiðlar fjallað um fjölda dómþola sem aldrei hefja afplánun vegna fyrningar refsidóma.  

 

Með bráðabirgðaákvæði í lögum um fullnustu refsinga hefur vægi samfélagsþjónustu verið aukið tímabundið og nú er unnt að fullnusta allt að tveggja ára óskilorðsbundna fangelsisdóma með samfélagsþjónustu. Spurningin sem vaknar er: Hver eru afdrif refsidóma? Er það vilji löggjafans að fullnusta refsinga sé svo sveigjanleg eins og hún er í raun? Hver eru varnaðaráhrif refsinga ef kerfið á hinum endanum starfar allt öðruvísi? Ættu dómarar að geta dæmt fólk í samfélagsþjónustu?   

 

Þátttakendur

 

  • Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur, prófessor við félagsfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.  
  • Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar.
  • Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri almanna- og réttaröryggis í Dómsmálaráðaneytinu.
  • Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
  • Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður, formaður Lögmannafélags Íslands. 
  • Símon Sigvaldason landsréttardómari.

 

 

 

 b. Hvernig tryggjum við réttaröryggi í stafrænu réttarfari?

 

Hvernig er æskilegt að slíkt kerfi líti út? Hvaða þætti málsmeðferðar viljum við að fari undir stafrænt fyrirkomulag og hvað ekki? Rætt verður um kosti og galla ýmissa leiða. 

 

Þátttakendur

 

  • Björn L. Bergsson héraðsdómari.
  • Kristín Benediktsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur dómstólasýslunnar.
  • Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður, formaður Lögmannafélags Íslands.

___ 

 

 

VI. Vinnuréttur og persónuvernd

 

Fyrri hlut málstofunnar fjallar um vinnurétt og seinni hluti um persónuvernd. 

 

 

 

a. Átakavetur framundan? - Hafa leikreglur í kjaradeilum verið virtar vettugi?  - Rökstólar

 

Fjallað verður um hvaða leikreglur gildi í kjaradeilum og velt upp hvort þörf sé á breytingum á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur út af dómum sem féllu síðastliðinn vetur. Þarf að skýra eða auka heimildir ríkissáttasemjara og eru miðlunartillögur gagnslaus verkfæri? Hvernig er sambærileg löggjöf hjá Norðurlandaþjóðunum?

 

Stjórnandi

 

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í mannauðsstjórnun við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. 

 

Þátttakendur

 

  • Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður hjá MAGNA.
  • Lára V. Júlíusdóttir lögmaður hjá LL3 lögmönnum.
  • Magnús M. Norðdahl sérfræðingur á sviði alþjóða- og vinnumarkaðsmála hjá Alþýðusambands Íslands.
  • Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins.

 

 

b. Persónuverndarlöggjöfin fimm ára 

 

Í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því að lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi verður fjallað um ávinning laganna og hverjar áherslur Persónuverndar hafa verið í frumkvæðismálum. Þá verður fjallað um sektir vegna brota á persónuverndalögum.

 

Málstofustjóri með framsöguerindi

 

  • Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu.

 

Panill

 

  • Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður og f.v. persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar.
  • Hlynur Halldórsson lögmaður hjá Landslögum.
  • Valborg Steingrímsdóttir sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd.

  Allar málstofurnar er hægt að sækja í fjarfundi

 

Skráningu er lokið

 

 

 

Í lagadagsnefnd eru: 

 

 

 

f.h. LMFÍ: Bragi Dór Hafþórsson og Ýr Sigurðardóttir.

 

 

 

f.h. LÍ: Bryndís Helgadóttir og Sindri M. Stephensen.

 

 

 

f.h. DÍ: Arnaldur Hjartarson og Sigríður Rut Júlíusdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu